Persónuvernd

newbornposter.com hefur skuldbundið sig til að meðhöndla persónuupplýsingarnar þínar af virðingu og umhyggju, og við fáum og geymum aðeins þær persónulegu upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að við getum sinnt skyldum okkar samkvæmt samningi okkar við þig.

Til þess að senda þér nýburaveggspjaldið þitt verðum við að hafa nafn þitt og heimilisfang. Til að geta haft samband á eins skilvirkan hátt og unnt er vegna pöntunarinnar þinnar þurfum við símanúmerið þitt og netfang.

Samkvæmt núgildandi lögum ber okkur að geyma upplýsingar sem tengjast bókhaldi, þ.m.t. sendar pöntunarstaðfestingar, reikninga og sölukreditreikninga. Við þurfum þessar upplýsingar jafnframt ef við fáum kvörtun.

Allar persónuupplýsingar sem þú hefur veitt eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim verður ekki undir neinum kringumstæðum deilt með þriðja aðila.

Þegar þú borgar með korti er færslan meðhöndluð af samstarfsaðila okkar á sviði greiðsluþjónustu sem tryggir örugga og skjóta vinnslu. Við geymum aldrei debet- og kreditkortaupplýsingar.

newbornposter.com notar kökur í því skyni að bæta netverslunina og virkni hennar, til að heimsóknin verði eins þægileg og einföld fyrir þig og hægt er. Þú getur hvenær sem er eytt kökunum úr tölvunni þinni. Við geymum aldrei upplýsingar sem nota má til að bera kennsl á þig.

Ef þú ert með einhverjar spurningar um notkun okkar á persónuupplýsingunum þínum, eða ef þú vilt að við eyðum eða breytum persónuupplýsingunum þínum, skaltu hafa samband við okkur á hello@newbornposter.com.