FAQ

Algengar spurningar

Hvað er nýburaveggspjald?

Fødselsplakat.no býður upp á fjölda einstakra og persónulega mynda þar sem við lögum myndskreytingarnar að raunverulegri fæðingarstærð barnsins í kvarðanum 1:1. Myndirnar eru nákvæmlega jafnstórar og barnið var þegar það fæddist, og skapa indæla minningu til framtíðar. Við bætum einnig við upplýsingum á borð við nafn barnsins, fæðingarþyngd og -lengd, sem og fæðingarstað, -dag og -tíma. Gæði og hreinar línur hönnunarinnar gera að verkum að myndin fer jafn vel inni í stofu og í barnaherberginu.

Hvernig fæst mynd barnsins í kvarðanum 1:1?

Við lögum myndskreytinguna að fæðingarlengdinni sem þú gefur upp við pöntun. Ef þú gefur upp 50 cm fæðingarlengd verður teikningin af barninu 50 cm að lengd.

Eru myndskreytingar lagaðar að fæðingarþyngd barnsins?

Börn fæðast í ýmsum stærðum og gerðum, þar sem lengd handleggja og fótleggja og stærð höfuðs og maga er mismunandi frá einu barni til annars. Þess vegna höfum við búið til „meðalbarn“ sem við getum aðlagað lengdina á.

Hver er stærðin á myndinni?

Stærðin er B: 50 cm x H: 70 cm. Stærð myndarinnar er sú sama, hver sem fæðingarlengd barnsins er.

Er hægt að spegla myndina þannig að andlit barnsins snúi í hina áttina?

Þú getur ákveðið hvort andlitið á að snúa til vinstri eða hægri. Þú verður beðin(n) um að velja í hvaða átt andlitið á að snúa þegar þú sérsníðir nýburaveggspjaldið í netversluninni.

Fylgir rammi með?

Ramminn er ekki innifalinn, en myndin passar í venjulega, staðlaða ramma sem hægt er að kaupa í hvaða húsgagna- og gjafavöruverslun sem er (B: 50 x H: 70 cm).

Á hvernig pappír er nýburaveggspjaldið prentað?

Nýburaveggspjöld eru prentuð á 210 g óhúðaðan pappír, sem gefur þeim matta gæðaáferð.

Á hvaða tungumálum er hægt að fá nýburaveggspjöld?

Tungumálin sem við bjóðum er að finna í tungumálavalinu þegar þú sérsníðir nýburaveggspjaldið þitt. Ef tungumálið sem þú ert að leita að er ekki á listanum geturðu pantað í tölvupósti á: kunderservice@fodselsplakat.no

Hvað á ég að gera ef ég vil gefa nýburaveggspjald en er ekki viss um hvaða útlit viðtakandinn vill?

Í því tilviki gætirðu keypt gjafakort. Viðtakandinn getur þá farið á newbornposter.com þegar honum hentar og valið mynd sem honum líkar. Öll gjafakort gilda í 36 mánuði frá kaupdegi.

Hvað kostar að senda?

Við bjóðum upp á ókeypis sendingu til allra landa í heiminum.

Hver er afhendingartíminn?

Newbornposter.com vinnur stöðugt að því að geta afhent veggspjöldin eins fljótt og hægt er. Áætlaður afhendingartími á Norðurlöndunum er 5–10 dagar frá móttöku pöntunar, en annars staðar í heiminum er hann 7–12 dagar frá móttöku pöntunar.

Hvernig eru nýburaveggspjöld send?

Nýburaveggspjöldum er pakkað vandlega inn í silkipappír og síðan eru þau sett í pappahólk sem verndar þau áður en þau eru send með PostNord. Þú færð tilkynningu í pósthólfið þitt um að pöntunin þín sé komin og að hægt sé að sækja pakkann á næsta pósthús.

Hvað gerist ef ég sæki ekki nýburaveggspjaldið?

Pakkinn verður geymdur á næsta pósthúsi í 14 daga. Pökkum sem ekki eru sóttir er sjálfkrafa skilað til okkar. Ef pakki er ekki sóttur verðurðu krafin(n) um 15 EUR fyrir kostnaði við nýja sendingu. Nýburaveggspjaldið verður endursent þegar þessi greiðsla berst.

Hvað kostar nýburaveggspjald?

Verð á nýburaveggspjaldi er 65 EUR með VSK og sendingu.

Hvernig borga ég og hvaða greiðsluvalkostir eru í boði?

Þú getur greitt með banka-/kreditkorti sem er gefið út af VISA, MasterCard og American Express. Við bjóðum ekki upp á greiðslu með reikningi.

Hvernig veit ég hvort pöntunin mín gekk í gegn í netversluninni?

Þú færð senda pöntunarstaðfestingu í tölvupósti um leið og gengið hefur verið frá greiðslu. Ef þú færð ekki senda pöntunarstaðfestingu innan skamms tíma skaltu fyrst athuga hvort staðfestingin hafi lent í ruslpóstinum hjá þér. Þú gætir líka hafa skráð rangt netfang. Ef svo er skaltu hafa samband við okkur í kunderservice@fodselsplakat.no eins fljótt og auðið er.

Á ég rétt á að afturkalla pöntun?

Sérhvert nýburaveggspjald er einstakt og sérstaklega prentað með nafni og fæðingarupplýsingum, og því er enginn réttur til að afturkalla pantanir á vörum á fodselsplakat.no. Ekki er hægt að hætta við pöntun á vörunni eftir að gengið hefur verið frá greiðslu í netversluninni og ekki er hægt að skipta vörunni eða skila henni eftir að hún hefur verið afhent.

Hef ég rétt til að kvarta?

Sérhver vara frá fodselsplakat.no er vandlega skoðuð og athuguð, en þrátt fyrir það geta skemmdir eða gallar átt sér stað. Ef upp kemur galli, eða skemmdir verða við framleiðslu eða flutning áttu rétt á að leggja fram kvörtun.

Hvað geri ég ef í ljós kemur að ég hef gefið upp rangt nafn, fæðingarlengd, -þyngd o.s.frv.?

Um leið og búið er að leggja inn pöntun í netversluninni er ekki hægt að gera neinar breytingar á upplýsingunum sem þú gafst upp. Því skaltu gæta ýtrustu varkárni þegar þú slærð inn upplýsingarnar um barnið og ganga úr skugga um að þú hafir skrifað allt rétt áður en þú sendir pöntunina.

Hver rekur newbornposter.com?

newbornposter.com er í eigu og rekið af Scandinavian Custom Print AS, sem þróar og framleiðir sérprentaðar vörur. Fólkið hjá Scandinavian Customer Print AS hefur á undanförnum áratug stofnað nokkur fyrirtæki og hefur langa reynslu af grafískri hönnun, myndskreytingum, prentmiðlum og stafrænum miðlum, markaðssetningu og vörumerkjastarfi – bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Fyrirtækið er í norskri eigu og er með aðsetur í Nydalen í Osló.

Hvar eru nýburaveggspjöld prentuð?

Öll nýburaveggspjöldin okkar eru prentuð í Svíþjóð. Við vinnum í nánu samstarfi við prentara sem hefur langa reynslu af hágæðaprentun ljósmynda, myndlistar og veggspjalda.

Hvernig er farið með persónuupplýsingarnar sem ég gef upp?

fodselsplakat.no hefur skuldbundið sig til að meðhöndla persónuupplýsingarnar þínar af virðingu og umhyggju, og við fáum og geymum aðeins þær persónulegu upplýsingar sem eru nauðsynlegar til að við getum sinnt skyldum okkar samkvæmt samningi okkar við þig. Lestu Persónuvernd til að fá frekari upplýsingar.

Hverjir eru söluskilmálarnir þegar ég kaupi nýburaveggspjald?

Þú finnur samantekt á söluskilmálum okkar hér.

Hvað geri ég ef ég er með aðrar spurningar en þær sem eru tilgreindar hér?

Ef þú ert með einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband við okkur!